IMG-0377.JPG

Dag einn þegar Alex er að leik í garði sínum, kemur stór jarðskjálfti. Alex missir fjölskyldu sína og heimili sitt á augabragði. Það eina sem er eftir, er sítrónutré fjölskyldunnar. Hann tekur ákvörðun um að bjarga því litla sem hann á eftir og leggur því í langt ferðalag og lendir í ýmsum hrakförum við að finna sér og tré sínu nýtt heimili því ekki er alls staðar góður jarðvegur sem tekur vel á móti trénu.

Með aðstoð vídjótækni og fagurra teikninga Elínar Elísabetar, sköpum við úrklippu-sýningu, þar sem leikararnir myndstýra verkinu fyrir framan áhorfendur. Lifandi tónlist semur og spilar Sóley.

Sýningin er 45 mínútur. Fullkomin fyrir aldurshópinn 4-12.ára


 

 

 

Leikstjórar/höfundar: Sara Martí og Agnes Wild
Leikarar: Kjartan Darri Kristjánsson og Elísabet Skagfjörð
Teiknari: Elín Elísabet Einarsdóttir
Tónlist og hljóðmynd: Sóley (Sóley Stefánsdóttir)
Leikmynd og búningar: Eva Björg Harðardóttir
Hljóðmynd: Stefán Örn Gunnlaugsson
Lýsing og myndvinnsla: Ingi Bekk og Kjartan Darri Kristjánsson

GAGNRÝNI UM SÝNINGUNA

 

,,Vel leik­ið, vel leik­stýrt"

,,Sýn­ingin er öll listi­lega vel samin og fal­lega fram bor­in‘‘

,,Frá­sagn­ar­formið er töfrum gætt‘‘

  J.S.J. Kjarninn

,,Ég vona að sýningarinnar bíði langt og gott líf því erindi hennar er brýnt‘‘

,,Sýningin er einkar nýstárlega hugsað sambland af teiknimynd og leiknu verki. Leikstjórar eru höfundarnir, Sara Martí og Agnes Wild og ferst þeim vel úr hendi að samræma leikraddir og sviðsleik‘‘

S.A.  Tímarit Máls og Menningar

„Sagan af Alex inniheldur mikilvægan boðskap um áföll og hugrekki.“

,,Lifandi tónlist leiðir áhorfendur áfram í ljúfum flutningi Sóleyjar Stefánsdóttur‘‘

,,Metnaður einkennir leikraddir sýningarinnar, en fjölmargir leikarar koma að sýningunni‘‘

S.J. Fréttablaðið