SARA MARtí

Sara útskrifaðist úr LHÍ árið 2007 sem leikkona og starfaði bæði í Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu í nokkur ár eftir útskrift. Hún fór svo í mastersnám í leikstjórn í ,,The Royal Central School of Speech and Drama" í London og útskrifaðist þaðan árið 2010. 

 

Leikstjórnarverk Söru eru Perfect (Southwark Park Gallery, London, 2010), DNA eftir Dennis Kelly (Stúdentaleikhúsið, 2011), Nýjustu Fréttir (VaVaVoom, 2012, sem var tilnefnt til Grímuverðlaunanna), 

Wide Slumber sem hluti af Listhátíð Reykjavíkur (2014) og vann Music Theatre Now verðlaunin, Píla Pína (MAk 2016), Núnó og Júnía (MAk 2017) og nú síðast Fyrirlestur um eitthvað fallegt sem var frumsýnt í apríl 2017 í Tjarnarbíó og er enn í sýningu. Næsta verkefni SmartíLab er Borgin eftir Jörund Ragnarsson og Söru og verður það frumsýnt í Tjarnarbíó í Janúar 2019. 

 

Sara stofnaði einnig leikhópinn VaVaVoom með Sigríði Sunnu Reynisdóttur árið 2011.