treð.png

LOKASÝNING 6.FEBRÚAR 2021 !!!

Tréð er glænýtt íslenskt teiknimynda-leikverk úr smiðju LalaLab (samvinnu SmartíLab og Miðnættis). 

Tónlist semur og spilar Sóley.

Teikningar eftir Elínu Elísabetu.

Alex sem er kvíðinn 9 ára strákur, þarf skyndilega að finna sér og trénu sínu nýtt heimili. Hann fer um lönd og höf og lendir í allskyns ævintýrum, því ekki er alls staðar jafn góður jarðvegur fyrir tréð. 

Frumsýnt á Listahátíð í Reykjavík 5.september í Tjarnarbíó.

Sýningar halda áfram þegar sóttvarnaraðgerðum verður aflétt.

 SmartíLab

SmartíLab er sjálfstæður sviðslistahópur sem gerir leiksýningar af öllu tagi. 

Með hverju nýju verki sem atvinnuleikhópurinn tekur sér fyrir hendur, breyast leikmennirnir en leikhópurinn á það þó sameiginlegt að vera alltaf undir leikstjórn

Söru Martí.

Leikstjórnarverk Söru hafa hlotið tilnefningar til Grímunnar og sigraði  leikstjórnarverk hennar, í samvinnu við VaVaVoom og Bedroom Community, mikilvirtustu tónleikhús verðlaunin í heiminum (Music Theatre Now) fyrir verk þeirra ,,Wide Slumber" í Rotterdam 2016. Sýningar SmartíLab hafa verið sýndar í Þjóðleikhúsinu, Tjarnarbíó, Norðupólnum, Hofi Akureyri og Summerhall í Edinborg.

Framkvæmdastjóri hópsins er Martin Sörensen og stofnuðu Sara og Martin leikhópinn í apríl 2016. 

 

Leikverkin

Núnó og Júnia

ragga0.png

ÞAÐ SEM VIÐ

GERUM

Í

EINRÚMI

FYRIRLESTUR  UM EITTHVAÐ

FALLEGT

 
 
 

hafa samband

Eða hafðu beint samband við okkur með því að senda okkur póst á smartilab@smartilab.is eða hringja í

615-4040