treð.png

 Í SÝNINGU

Tréð er glænýtt íslenskt teiknimynda-leikverk úr smiðju LalaLab (samvinnu SmartíLab og Miðnættis). 

Tónlist semur og spilar Sóley.

Teikningar eftir Elínu Elísabetu.

Alex sem er 9 ára strákur, þarf skyndilega að finna sér og trénu sínu nýtt heimili. Hann fer um lönd og höf og lendir í allskyns ævintýrum, því ekki er alls staðar jafn góður jarðvegur fyrir tréð. 

Frumsýnt á Listahátíð í Reykjavík 5.september í 

Tjarnarbíó. Aðeins sýnt í september og okt 2020.

 SmartíLab

SmartíLab er atvinnu leikhópur sem gerir leiksýningar af öllu tagi.

Með hverju nýju verki sem hópurinn tekur sér fyrir hendur, breyast leikmennirnir en leikhópurinn á það þó sameiginlegt að vera alltaf undir leikstjórn Söru Martí. 

Leikstjórnarverk Söru hefur hlotið tilnefningu til Grímunnar og sigraði annað leikstjórnarverk hennar, í samvinnu við VaVaVoom og Bedroom Community, mikilvirtustu tónleikhúsverðlaunin í heiminum (Music Theatre Now) fyrir verk þeirra ,,Wide Slumber" í Rotterdam 2016.

Framkvæmdastjóri hópsins er Martin Sörensen og stofnuðu Sara og Martin leikhópinn í apríl 2016. 

 

Leikverkin

Núnó og Júnia

ragga0.png

ÞAÐ SEM VIÐ

GERUM

Í

EINRÚMI

FYRIRLESTUR  UM EITTHVAÐ

FALLEGT

 
 
 

hafa samband

Eða hafðu beint samband við okkur með því að senda okkur póst á smartilab@smartilab.is